4.4.2007 | 23:44
Þetta helst... í Mogganum
Moggin kom til mín fyrir klukkan sex í morgun eins og venjulega, svo ég staulaðist fram úr, hellti uppá rótsterkt morgunkaffi og settist við að lesa mig í gegnum blaðabunkann. Blaðið og Fréttablaðið fá nokkuð hefðbundna yfirferð, en ég er enn að venjast breytingunum á Mogganum. Víkverja finn ég oftast af tilviljun og Sigmund hefur færst einni opnu aftar.
Verst kann ég þó við breytingarnar sem hafa orðið á baksíðu blaðsins þar sem plássfyrir fréttir er minna en kominn er nokkurskonar yfirlitsborði með ábendingum um áhugavert efni. Ég hef reynt að aðlagast þessu og les þetta yfir, til að missa ekki af neinu, eftir að hafa farið í gegnum Moggann aftur á kvöldin.
Nú er ég einmtt að fara yfir dálkinn ÞETTA HELST >> og hvað er þar...!!!
"Hnífsstunga >> forsíða".... Já, en ég var að lesa forsíðuna, byrja venjulega á því.
"Vatnsleikjagarður >> baksíða" Já, ég ER Á BAKSÍÐUNNI og sé greinina þar.
"Ofvirkni fullorðinna >> 26" Ég var örugglega að lesa útdrátt á forsíðunni, með vísun á bls 26
"Deilur í Úkraínu >> 16" Loksins vísað á eitthvað sem blasir ekki við !!!
Ég hélt að svona borði á útsíðu væri til að vísa á athyglisverðar greinar á innsíðum, en ekki það sem er á sömu síðu. Eins og Mogginn kunni ekki á svona breytingar. Þá á bara að sleppa þeim.
Um bloggið
Birgir Elíasson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gæði Morgunblaðsins hafa minnkuð á síðastliðnum áratugnum. Ég vil meina að hámarkinu hafi verið náð þegar byrjað var að hafa auglýsingar á forsíðu blaðsins.
Núna snýst fréttamennskan um ,,útlit" en ekki innihald.
Marvin Lee Dupree, 8.4.2007 kl. 14:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.