Höfnum umburðarlyndi

Innflytjendaumræðan virðist enn einu sinni ætla að fara úr böndunum. Alltof margir fara fram með upphrópunum um rasisma, fordóma og útlendingahatur og rugla umræðuna. Ég held að enginn okkar íslendinga hafi neitt á móti innflytjendum svo framarlega sem við höfum engan ama af þeim. Þá á ég við að svo fremi innflytjendur semji sig að þjóðfélagsgerð okkar teljum við það vera vandræðalaust að þeir setjist hér að. Síðan er sitthvort erlent vinnuafl eða innflytjendur. Útlendingar sem koma hér tímabundið til að vinna, hafa engan sérstakan áhuga á að læra íslensku eða semja sig að íslenskum háttum. Ekki frekar en íslendingar við störf eða nám erlendis semja sig að siðum þarlendra. Við reynum jafnvel frekar að troða íslenskri menningu inná gestgjafana með hákarli, sviðum og saltfiski svo fátt eitt sé nefnt.

Sama er mér þó útlendingur afgreiði mig í búð eða flísaleggi hjá mér svo framarlega sem ég borga minna. Ef hinsvegar ég fæ ekki leikskólapláss fyrir börnin mín og mörg börn "innflytjenda" eru í leikskólanum eða Landsspítalinn þarf 150 milljóna aukafjárveitingu vegna sjúkrahúsþjónustu við útlendinga sem starfa hér þá finnst mér þetta vera "vandamál".

Innflytjendavandamál snýst bara um krónur og aura og á að verðleggjast sem slíkt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Birgir Elíasson

Höfundur

Birgir Elíasson
Birgir Elíasson
hefur skoðun á flestu sem aðrir hafa skoðun á, en oft ekki þá sömu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband